fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Wolves hafnaði fyrsta tilboði City – Vantar töluvert upp á

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 24. ágúst 2023 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wolves hafnaði fyrsta tilboði Manchester City í Matheus Nunes. Telegraph segir frá.

Nunes var fyrst orðaður við City í gær en leikmaðurinn sjálfur vill ólmur komast þangað.

Tilboði upp á 47 milljónir punda hefur hins vegar verið hafnað af Úlfunum. Talið er að upphæðin sé langt frá því sem félagið vill fyrir leikmanninn.

City mun að öllum líkindum bjóða aftur í Nunes.

Nunes er 24 ára gamall en City hætti við kaup á Lucas Paqueta miðjumanni West Ham, er hann undir grun vegna brota á veðmálareglum.

Kevin de Bruyne er frá vegna meiðsla um langt skeið og sökum þess vill City styrkja miðsvæðið sitt.

Nunes kom til Wolves frá Sporting fyrir ári síðan en hann hefur leikið 11 A-landsleiki fyrir Portúgal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum