fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Framtíð Mason Greenwood: United liggur á að losa sig við hann – Þetta eru möguleikarnir sem standa honum til boða

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 22. ágúst 2023 07:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framtíð Mason Greenwood er áfram í lausu lofti þó svo að Manchester United hafi ákveðið að losa sig við hann. Það eru þó nokkrir möguleikar á borðinu fyrir hann en þeir eru allir utan Englands. Enskir miðlar fjalla um stöðu mála.

Greenwood hefur ekki æft eða spilað með United í átján mánuði eftir að unnusta hans sakaði hann um nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi.

Málið var fellt niður fyrr á þessu ári og hefur Manchester United síðan skoðað málið hjá sér.

Nú er niðurstaða komin í málið og telur félagið heppilegst að Greenwood haldi knattspyrnuferli sínum áfram annars staðar en hjá United.

United liggur á að losa sig við hann annað því félagaskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. Takist það ekki gæti félagið þurft að borga upp samning hann sem rennur ekki út fyrr en 2025.

Þó er einn möguleiki leikmannsins að fara til Sádi-Arabíu. Þar lokar glugginn 20. september svo það liggur ekki eins mikið á. Al Ettifaq, með Steven Gerrard og Jordan Henderson innanborðs, hefur áhuga á Greenwood og er sagt íhuga að bjóða honum 10 milljónir punda í laun á ári. Fleiri félög í Sádí hafa einnig áhuga.

Þá er Jose Mourinho, stjóri Roma, opinn fyrir því að fá Greenwood til sín. Á hann að hafa hringt í hann fyrr í sumar með hugsanleg skipti í huga. Það kemur því til greina.

United hefur einnig verið í sambandi við önnur ítölsk félög, Juventus, AC Milan og Inter, um Greenwood.

Loks kemur Galatasaray í Tyrklandi til greina sem næsti áfangastaður Greenwood sem stendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“
433Sport
Í gær

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA

Chelsea þarf að selja til að komast í gegnum reglur UEFA