fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Gylfi Þór virðist færast nær Kaupmannahöfn – „Ég get ekki rætt smáatriði“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. ágúst 2023 08:05

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson þjálfari Lyngby í Danmörku segir ágætis líkur á því að Gylfi Þór Sigurðsson gangi í raðir félagsins. Samtalið sé virkt.

Gylfi Þór hefur verið að skoða framtíð sína í fótboltanum eftir að mál hans í Manchester var fellt niður og hann varð frjáls ferða sinna.

„Það er samtal á milli Lyngby og Gylfa,“ segir Freyr um stöðu mála.

„Ég myndi segja að eins og staðan er núna séu helmingslíkur,“ segir Freyr en Gylfi hefur ekki spilað fótbolta í tvö ár.

Gylfi æfði með Val fyrr í sumar en hefur ekki verið að mæta á æfingar undanfarið, nú gæti endurkoma hans orðið í Kaupmannahöfn.

„Ég get ekki rætt smáatriði en við höfum sett saman plan. Ef það plan gengur upp þá getur hann orðið okkar leikmaður.“

„Við erum ekki komin þangað, en við þurfum að klára planið svo hann geti spilað fótbolta aftur. Þegar það gengur upp þá getur allt gerst,“ segir Freyr.

Alfreð Finnbogason var seldur frá Lyngby í síðustu viku en félagið fékk þá Andra Lucas Guðjohnsen í hans stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Verður líklegast áfram á Englandi

Verður líklegast áfram á Englandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai