fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fókus

Gylfi og Alexandra seldu íbúðina í Breiðakri á örskotsstundu – Ásett verð tæpar 115 milljónir króna

Fókus
Sunnudaginn 20. ágúst 2023 14:15

Alexandra Helga og Gylfi Þór. Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuparið Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir seldu íbúð sína í fallegu litlu fjölbýlishúsi í Garðabæ á örskotsstundu í vikunni. Íbúðin, sem er í húsi við Breiðakur 2-4, í Garðabæ var auglýst til sölu þann 11. ágúst síðastliðinn en tæpri viku síðar var sala eignarinnar frágengin og auglýsingin horfin úr loftinu.

Hér má sjá auglýsinguna og myndir úr eigninni fallegu.

Ásett verð íbúðarinnar var 114,9 milljónir króna en um er að ræða 137 fermetra íbúð á annarri hæð í fjögurra íbúða húsi sem byggt var árið 2018. Endanlegt söluverð  liggur ekki fyrir en ljóst er að áhuginn var mikill.

Parið fjárfesti í íbúðinni um það leyti sem þau festu kaup á einni glæsilegustu lóð höfuðborgarsvæðisins um mitt ár 2016 fyrir 140 milljónir króna. Um var að ræða 1.400 fermetra lóð við Mávanes 5 á Arnarnesinu í Garðabæ en lóðin snýr í suður og er með útsýni yfir Arnarnesvoginn og yfir Sjálandshverfið í Garðabæ. Fágætt er að slík lóð sé óbyggð í eins grónu hverfi og Arnarnesið er en heimilt er að reisa allt að 600 fermetra hús á lóðinni.

Íbúðin við Breiðakur er í stuttu göngufæri frá Mávanes-lóðinni og má leiða að því líkum að fjölskyldan hafi ætlað að búa þar þar til að glæsihýsið við Arnarsvoginn yrði risið.

En áætlanir fjölskyldunnar hafa tekið breytingum. Í lok júlí var greint frá því að Arnarneslóðin glæsilega væri nú til sölu og leitað væri eftir tilboðum í lóðina fyrir allt að 250 milljónir króna. Ljóst er að sú sala mun taka lengri tíma en Breiðakursíbúðin enda er markaðurinn fyrir slíkar lóðir frekar fámennur hérlendis.

Breiðakur 2-4 Mynd/Fasteignaljósmyndun
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku
Fókus
Í gær

„Fjögur ár af ást“

„Fjögur ár af ást“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dánarorsök bassaleikara Limp Bizkit – Dó aðeins 48 ára

Dánarorsök bassaleikara Limp Bizkit – Dó aðeins 48 ára
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest
Fókus
Fyrir 4 dögum

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fyrirboðum um áform hulduafla plantað í dægurmenningu áður en þau raungerast?

Er fyrirboðum um áform hulduafla plantað í dægurmenningu áður en þau raungerast?
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Til hamingju, þú eignaðist stóran og fallegan dreng en við vitum ekki hvort konan þín lifir af“

„Til hamingju, þú eignaðist stóran og fallegan dreng en við vitum ekki hvort konan þín lifir af“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rachael Ray lét sjá sig – Aðdáendur áhyggjufullir yfir furðulegri hegðun

Rachael Ray lét sjá sig – Aðdáendur áhyggjufullir yfir furðulegri hegðun