fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Harðneitar sögusögnunum um rifrildi: Heimtaði X Factor og faldi fjarstýringuna – ,,Guð hjálpi mér“

433
Sunnudaginn 20. ágúst 2023 20:00

Roy Keane

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane hefur tjáð sig um skemmtilegt atvik sem átti sér stað á hóteli í Newcastle er hann lék með Manchester United.

Keane varð þar reiður út í þáverandi liðsfélaga sinn Wayne Rooney en hann vildi fá að horfa á sitt efni í sjónvarpinu – eitthvað sem Rooney tók ekki í mál.

Rooney breytti um rás í sjónvarpinu vegna X Factor sem var mjög vinsæll þáttur á þessum tíma og faldi í kjölfarið fjarstýringuna frá Keane.

Rooney hefur sjálfur tjáð sig um atvikið og talaði um rifrildi á milli þeirra tveggja sem Keane þverneitar fyrir.

,,Það voru svo sannarlega engin rifrildi okkar á milli. Ég mikið að horfa á ruðning [Rugby] á þessum tíma og einhver skipti um rás sem ég var ekki ánægður með,“ sagði Keane.

,,Við rifumst hins vegar ekkert í kjölfarið. Degi seinna þá var ég mættur í morgunmat og Wayne spurði mig hvort ég hefði fundið fjarstýringuna.“

,,Ég sagði honum einfaldlega hvert hann mætti fara. Ef það er rifrildi, Guð hjálpi mér. Ég sýndi Wayne enga virðingu þarna því hann svaraði mér fullum hálsi og vildi horfa á X Factor.“

,,Á bakvið allt þetta þá bar ég virðingu fyrir honum að lokum því Wayne var frábær knattspyrnumaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Í gær

Segir að Gyokores þurfi tíma – Þurfti sjálfur fjóra til fimm leiki

Segir að Gyokores þurfi tíma – Þurfti sjálfur fjóra til fimm leiki
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Enginn virðist vilja sóknarmanninn og félagið er nálægt því að gefast upp

Enginn virðist vilja sóknarmanninn og félagið er nálægt því að gefast upp
433Sport
Í gær

Eze staðfestur hjá Arsenal

Eze staðfestur hjá Arsenal