fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

England: Tíu menn Liverpool höfðu betur á Anfield – Brighton rúllaði yfir Wolves

Victor Pálsson
Laugardaginn 19. ágúst 2023 15:58

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bournemouth byrjaði mjög vel gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðin áttust við á Anfield.

Vörn Liverpool leit ekki vel út fyrstu mínúturnar og voru það gestirnir sem hótuðu því að skora opnunarmarkið.

Antoine Semenyo gerði nákvæmlega það og kom Bournemouth yfir þegar aðeins þrjár mínútur voru komnar á klukkuna.

Liverpool svaraði þó fyrir sig fyrir lok fyrri hálfleiks með tveimur mörkum og leiddi 2-1 í hálfleik eftir mörk frá Luis Diaz og Mohamed Salah.

Alexis Mac Allister var rekinn af velli snemma í síðari hálfleik en stuttu eftir þann brottrekstur skoraði Diogo Jota þriðja mark heimamanna.

Sigur Liverpool var í raun í höfn á þeim tímapunkti og fagnar liðið sínum fyrsta sigri í deildinni á tímabilinu.

Brighton vann þá Wolves sannfærandi 4-1 á útivelli og Brentford gerði slíkt hið sama gegn Fulham og vann sinn leik, 3-0.

Þess má geta að þrjú rauð spjöld fóru á loft í þessum leikjum en Matheus Nunes var rekinn af velli hjá Wolves í uppbótartíma og það sama má segja um Tim Ream hjá Fulham á aðeins 66. mínútu.

Liverpool 3 – 1 Bournemouth
0-1 Antoine Semenyo(‘3)
1-1 Luis Diaz(’28)
2-1 Mohamed Salah(’36)
3-1 Diogo Jota(’62)

Wolves 1 – 4 Brighton
0-1 Kaoru Mitoma(’15)
0-2 Pervis Estupinian(’46)
0-3 Solly March(’51)
0-4 Solly March(’55)
1-4 Hee-Chan Hwang(’62)

Fulham 0 – 3 Brentford
0-1 Yoane Wissa(’44)
0-2 Bryan Mbuemo(’67, víti)
0-3 Bryan Mbuemo(’90)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“