fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

England: Tíu menn Liverpool höfðu betur á Anfield – Brighton rúllaði yfir Wolves

Victor Pálsson
Laugardaginn 19. ágúst 2023 15:58

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bournemouth byrjaði mjög vel gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðin áttust við á Anfield.

Vörn Liverpool leit ekki vel út fyrstu mínúturnar og voru það gestirnir sem hótuðu því að skora opnunarmarkið.

Antoine Semenyo gerði nákvæmlega það og kom Bournemouth yfir þegar aðeins þrjár mínútur voru komnar á klukkuna.

Liverpool svaraði þó fyrir sig fyrir lok fyrri hálfleiks með tveimur mörkum og leiddi 2-1 í hálfleik eftir mörk frá Luis Diaz og Mohamed Salah.

Alexis Mac Allister var rekinn af velli snemma í síðari hálfleik en stuttu eftir þann brottrekstur skoraði Diogo Jota þriðja mark heimamanna.

Sigur Liverpool var í raun í höfn á þeim tímapunkti og fagnar liðið sínum fyrsta sigri í deildinni á tímabilinu.

Brighton vann þá Wolves sannfærandi 4-1 á útivelli og Brentford gerði slíkt hið sama gegn Fulham og vann sinn leik, 3-0.

Þess má geta að þrjú rauð spjöld fóru á loft í þessum leikjum en Matheus Nunes var rekinn af velli hjá Wolves í uppbótartíma og það sama má segja um Tim Ream hjá Fulham á aðeins 66. mínútu.

Liverpool 3 – 1 Bournemouth
0-1 Antoine Semenyo(‘3)
1-1 Luis Diaz(’28)
2-1 Mohamed Salah(’36)
3-1 Diogo Jota(’62)

Wolves 1 – 4 Brighton
0-1 Kaoru Mitoma(’15)
0-2 Pervis Estupinian(’46)
0-3 Solly March(’51)
0-4 Solly March(’55)
1-4 Hee-Chan Hwang(’62)

Fulham 0 – 3 Brentford
0-1 Yoane Wissa(’44)
0-2 Bryan Mbuemo(’67, víti)
0-3 Bryan Mbuemo(’90)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Frost og snjókoma í Laugardalnum á morgun

Frost og snjókoma í Laugardalnum á morgun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola kaupir sér nýtt hús í Barcelona – Rétt hjá fyrrverandi eiginkonu sinni

Guardiola kaupir sér nýtt hús í Barcelona – Rétt hjá fyrrverandi eiginkonu sinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

McTominay skoðar endurkomu til Englands – Of mikið áreiti pirrar hann á Ítalíu

McTominay skoðar endurkomu til Englands – Of mikið áreiti pirrar hann á Ítalíu