Dómarar í leik Manchester United og Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær hafa verið settir í kælingu eftir frammistöðu sína.
Wolves átti að fá vítaspyrnu undir lok leiks í 1-0 tapi en hvorki dómari á vellinum, Simon Hooper, eða Michael Salisbury, VAR dómari, gerðu neitt í málinu.
Meira
Fékk afsökunarbeiðni eftir tapið gegn Manchester United
Jon Moss, yfirmaður dómara, hefur beðið Úlfanna afsöknar á atvikinu.
Í dag kom svo fram að Hooper, Salisbury, sem og Richard West aðstoðarmaður hans, hafi verið settir til hliðar fyrir næstu umferð í ensku úrvalsdeildinni.
Meira
Sjáðu mynd – Onana virtist brotlegur en VAR ákvað að dæma ekkert