fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Mikael tjáir sig um atvikið á Egilsstöðum: Gagnrýnir formanninn og segir hegðun foreldra óviðunandi – „Það talar fyrir sig sjálft“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 15. ágúst 2023 11:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það skapaðist umræða í kringum Mikael Nikulásson, sparkspeking og þjálfara KFA, um helgina þar sem honum var gefið að sök að græta tíu ára boltasæki í síðasta leik liðsins gegn Hetti/Huginn. Mikael hefur nú tjáð sig um málið.

Formaður Hattar/Hugins, Guðmundur Björnsson Hafþórsson, vakti athygli á þessu á Twitter og Mannlíf fjallaði þá um það. Mikael ræddi þetta í Þungavigtinni og segir málið storm í vatnsglasi.

„Það var nú bara þannig að boltinn var á einhverjum standi þarna og þegar ég vildi fá boltann á völlinn var enginn hjá standinum. Ég verð að viðurkenna að ég var ekkert búinn að kíkja hver væri boltasækir í þessum leik. Ég öskraði „komdu með helvítis boltann“ eða eitthvað svoleiðis. Enda baðst ég afsökunar strax,“ sagði Mikael um atvikið í Þungavigtinni.

„Að formaður Hattar skuli fara á Twitter og skrifa um þetta talar fyrir sig sjálft. Ég baðst afsökunar strax og svo hélt leikurinn bara áfram. Eftir leik báðu þeir mig um að koma að tala við stelpuna og biðja hana afsökunar. Það var það fyrsta sem ég ætlaði að gera. Þá var hún bara farin. Ég sendi kveðju á þjálfara Hattar um kvöldið og sagði honum að skila afsökunarbeiðni og að ég gæti alveg heyrt í stelpunni eða foreldrum hennar.“

Mikael sagði þó hegðun foreldra þeirra barna sem voru boltasækjar í leiknum ekki viðunandi.

„Foreldrar barnanna sem voru boltasækjar í þessum leik voru einfaldlega að biðja þau um að láta okkur ekki hafa boltann.“

Mikael var þá spurður út í frétt Mannlífs sem tók málið upp.

„Að sjálfsögðu myndi enginn annar miðill nenna að koma með eitthvað svona, enda er þetta ekki neitt,“ svaraði Mikael beittur.

KFA er á toppi 2. deildarinnar og var að tapa sínum fyrsta leik. Mikael er með breitt bak og lætur málið lítið á sig fá.

„Ég væri ekki í þessu ef ég myndi ekki þola eitthvað svona.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Danski draumaprinsinn á Hlíðarenda: Endurhæfingin á réttu róli eftir áfallið í ágúst – „Ég er mjög stoltur, svona verðlaun gleðja“

Danski draumaprinsinn á Hlíðarenda: Endurhæfingin á réttu róli eftir áfallið í ágúst – „Ég er mjög stoltur, svona verðlaun gleðja“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svartnætti yfir Carragher – „Nú verða alvarlegar spurningar bornar fram“

Svartnætti yfir Carragher – „Nú verða alvarlegar spurningar bornar fram“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Útskýrir af hverju Harvey Elliott kemst ekki lengur í hóp

Útskýrir af hverju Harvey Elliott kemst ekki lengur í hóp
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Talar um vírus í liði Liverpool – Segir að Slot verði að henda þessum úr liðinu

Talar um vírus í liði Liverpool – Segir að Slot verði að henda þessum úr liðinu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Rekinn eftir dapurt gengi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ekki gerst síðan Leicester varð meistari

Ekki gerst síðan Leicester varð meistari
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti í Kaupmannahöfn: Krefjast þess að sjá meira af Íslendingnum – „Heiladauður fyrir að bíða svo lengi“

Allt á suðupunkti í Kaupmannahöfn: Krefjast þess að sjá meira af Íslendingnum – „Heiladauður fyrir að bíða svo lengi“
433Sport
Í gær

Gjörsamlega hneykslaður á viðtali við Aron – „Í hvaða heimi erum við? Mér finnst þetta svo asnalegt“

Gjörsamlega hneykslaður á viðtali við Aron – „Í hvaða heimi erum við? Mér finnst þetta svo asnalegt“