fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Mikael gaf lítið fyrir kenningu Kristjáns um viðtal Arnars á Bylgjunni – „Þú ert ekkert heimskur svo ekki vera að spila þig heimskan“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 15. ágúst 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald á hliðarlínunni gegn FH fyrir viku síðan. Hann fékk þar með eins leiks bann sjálfkrafa en ekki er víst hvort það verði lengt í því. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kemur saman á þriðjudögum og ætti niðurstaða um það því að liggja fyrir í dag.

Arnar fékk rauða spjaldið fyrir hegðun á hliðarlínunni gegn FH. Hann ræddi atvikið í viðtali við Bítið á Bylgjunni, þar sem hann iðraðist mjög.

„Mesta refsingin fyrir mig er í rauninni bíl­ferðin heim eftir svona leiki. Ég kvíði svo fyrir því að horfa á þetta í upp­gjörs­þætti eða lesa um þetta í fjöl­miðlum. Ég skammast mín svo mikið fyrir þetta og það er ekkert grín. Ég kvíði svo fyrir því að sjá mig hegða mér eins og fá­viti en á sama tíma er það bara fín refsing fyrir mig. Á sama tíma hugsa ég líka mikið um greyið dómarana sem þurfa að þola þetta frá okkur,“ sagði Arnar meðal annars í viðtalinu.

Arnar tók út bannið í 6-1 sigri Víkings á HK um helgina og eins og staðan er verður hann á hliðarlínunni í undanúrslitum bikarsins gegn KR annað kvöld, nema ákvörðun Aganefndar kveði á um annað.

Sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson kom með áhugaverða kenningu í Þungavigtinni

„Ég elska Arnar Gunnlaugsson og allt það, besti leikmaður sem ég hef spilað með á ævinni ásamt kannski tveimur öðrum, en er þetta viðtal í Bítínu á mánudegi þegar Aganefnd kemur saman á þriðjudegi tilviljun? Nei,“ sagði Kristján beittur.

Aðrir meðlimir þáttarins tóku hins vegar ekki undir þetta.

„Ég held að góður Víkingur, Heimir Karlsson, hafi bara ákveðið að fá hann í viðtal,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason.

Mikael Nikulásson tók þá til máls.

„Það er bara tilviljun. Heldur þú að KSÍ færi að stytta leikbannið hjá honum, ef þeir ætla að setja hann í meira en einn leik, af því hann fór í eitthvað viðtal? Stjáni, þú ert ekkert heimskur svo ekki vera að spila þig heimskan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem félögin hafa fjárfest í hópana sína og þetta er virði þeirra í dag – United kemur verst út

Þetta er upphæðin sem félögin hafa fjárfest í hópana sína og þetta er virði þeirra í dag – United kemur verst út
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Komast upp með innbrot þar sem þeir tóku muni fyrir 166 milljónir

Komast upp með innbrot þar sem þeir tóku muni fyrir 166 milljónir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Myndband: Allt á suðupunkti eftir vont gengi – Ætlaði að vaða í stuðningsmenn í gær

Myndband: Allt á suðupunkti eftir vont gengi – Ætlaði að vaða í stuðningsmenn í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arnar opinberar hóp sinn fyrir mikilvægasta verkefnið til þessa

Arnar opinberar hóp sinn fyrir mikilvægasta verkefnið til þessa
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy

Fleiri áhugaverðir orðrómar í kringum Vardy
433Sport
Í gær

Opna samtalið við leikmann Barcelona

Opna samtalið við leikmann Barcelona
433Sport
Í gær

Reyna áfram að fá Antony og vona að forráðamenn United gefi eftir

Reyna áfram að fá Antony og vona að forráðamenn United gefi eftir
433Sport
Í gær

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí