Benjamin Mendy heimtar að fá 10 milljónir punda frá Manchester City eftir að hafa yfirgefið félagið í sumar.
Mendy er 29 ára gamall en hann skrifaði undir samning við Lorient í Frakklandi fyrir komandi tímabil.
Mendy heimtar skaðabætur frá Man City en hann var fyrr á árinu sýknaður af ákærum um nauðgun og ofbeldi.
Frakkinn var nálægt því að verða gjaldþrota þar sem hann fékk engin laun frá félagi sínu á þessum tíma og er glæsibýli hans í Manchester einnig til sölu.
Mendy mun fá um fimm milljónir punda fyrir heimili sitt en hann var settur í bann af Man City í september árið 2021 eftir ákærurnar.
Eftir að niðurstaða náðist í málinu er Mendy frjáls sinna ferða og vill fá sín laun uppborguð af enska félaginu.