Nottingham Forest hefur gefið í skyn að Matt Turner verði aðalmarkvörður hjá félaginu í vetur.
Turner hefur gert fjögurra ára samning við Forest en hann kemur endanlega frá Arsenal.
Forest er orðað við bæði Kasper Schmeichel og Dean Henderson en óvíst er hvort eitthvað verði úr þeim skiptum.
Forest birti mynd af Turner á æfingasvæðinu þar sem hann er merktur númerinu 1 þrátt fyrir að vera númerslaus hjá félaginu.
Talið er að Forest sé þar að gefa í skyn að Forest sé markmaður númer eitt en hann á enn eftir að fá númer.
Um er að ræða bandarískan landsliðsmann sem á eftir að sanna sig í evrópskum fótbolta.