Sofyan Amrabat vill frekar fara til Atletico Madrid en Manchester United ef marka má frétt spænska miðilsins Sport.
Miðjumaðurinn, sem er á mála hjá Fiorentina, hefur verið sterklega orðaður við United í allt sumar.
Nú gæti enska félagið hins vegar misst af honum til Atletico en það heillar Amrabat mikið að vinna með Diego Simeone, stjóra liðsins.
Amrabat átti gott tímabil með Fiorentina á Ítalíu og heillaði mikið á HM í Katar einnig.
Kappinn hefur líka verið orðaður við Barcelona en vill sem fyrr segir helst fara til Atletico Madrid miðað við nýjustu fréttir.