fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Jói Berg spáði hvaða lið verða í topp fjórum – Eitt kom þáttastjórnanda á óvart

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. ágúst 2023 08:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður og leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, var í skemmtilegu viðtali við Þungavigtina í gær. Var hann meðal annars spurður út í Meistaradeildarbaráttuna á Englandi.

Jóhann er á leið inn í sitt áttunda tímabil með Burnley. Liðið er nú nýliði í ensku úrvalsdeildinni og spilar opnunarleikinn gegn Manchester City annað kvöld.

Í þættinum var Jóhann spurður út í hvaða lið hann telur að hafni í efstu fjórum sætum ensku úrvalsdeildarinnar og nái þar með Meistaradeildarsæti.

„Arsenal verður alltaf í topp fjórum, City líka. United verður þar og ég ætla að setja Chelsea líka,“ sagði Jóhann.

„Athyglisvert,“ sagði þáttastjórnandinn Ríkharð Óskar Guðnason eftir að nafn Chelsea kom upp.

„Kaldar kveðjur á Bítlaborgina en það er í góðu lagi í þessum þætti,“ skaut Kristján Óli Sigurðsson inn í og á þar auðvitað við að Jóhann hafi ekki sett Liverpool í topp fjóra.

Leikur Burnley og Manchester City fer fram á heimavelli fyrrnefnda liðsins og hefst klukkan 19 annað kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð