fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Ást á öðru kostaði hann hjónabandið en eftirsjáin er engin: Varð fljótt að þráhyggju – ,,Þú elskar þá meira en mig“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 9. ágúst 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki allir eins og maður að nafni Rob Shannon sem ákvað að velja knattspyrnuna frekar en hjónabandið og í dag 64 ára gamall sér hann eftir engu.

Rob hefur ekki misst af leik Birmingham City í 50 ár en hann hefur mætt á alls 2,300 leiki í röð sem er ótrúleg tala.

Eiginkona hans hótaði skilnaði á sínum tíma og sagði hann elska félagið meira en sig – eitthvað sem Rob þurfti bara að viðurkenna að lokum.

Rob hefur séð liðið spila í öllum fjórum efstu deildum Englands þar á meðal ensku úrvalsdeildinni um tíma.

Ekki nóg með það þá er einn sonur Rob, Andrew, skírður í höfuðið á heimavelli Birminghan, St. Andrew’s stadium.

,,Hún var vön því að segja við mig: ‘þú elskar þá bláu meira en mig.’ Ég grínaðist alltaf og sagðist elska Aston Villa meira en hana,“ sagði Shannon en Villa eru grannarnir í sömu borg.

,,Ég fór fyrst á leik með foreldrum mínum 1962-1963 og hef elskað að gera það síðan. Þetta varð að þráhyggju. Ég stóð með þeim í gegnum allt saman.“

,,Fólk segir að ég hafi séð hápunktana og lágpunktana en þeir voru nú meira í lægri hlutanum.“

Rob segist ekki sjá eftir því að hafa skemmt hjónabandið og mun halda áfram að mæta á alla leiki svo lengi sem það sé í boði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Sviss

Íslendingar að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Enn eitt höggið fyrir Tottenham

Enn eitt höggið fyrir Tottenham
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skiptin urðu að engu í gær

Skiptin urðu að engu í gær