Nýr þáttur af hlaðvarpi Lengjudeildarinnar er kominn út. Það má hlusta á hann á helstu hlaðvarpsveitum, sem og hér neðar.
Til stóð að Lengjudeildarmörkin sneru aftur í hefðbundið form hér á 433.is og í Sjónvarpi Símans í þessari viku en vegna slæmra útsendinga var þessi leið farin eina viku til viðbótar.
Lengjudeildarmörkin snúa því aftur á mánudag þar sem 16. umferð verður gerð upp.
Í þætti dagsins var farið yfir þá tvo leiki sem spilaðir voru í gær á milli Vestra og Selfoss annars vegar og Gróttu og ÍA hins vegar. Þá var farið yfir stöðu mála hjá öðrum liðum.