Það var mikið fjallað um myndband af Mason Greenwood við æfingar í fjölmiðlum á Englandi í gær.
Framtíð Greenwood er enn í lausu lofti eftir að mál gegn honum var látið niður falla í vetur. Félag hans, Manchester United hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann fái að koma til baka eða ekki.
Hann æfir því einn en nýtt myndband af honum við æfingar heillaði ekki beint.
John Gubba er ljósmyndari sem rekur Youtube-rás um Manchester United og var hann sá sem tók upp Greenwood.
Hann lýsir slæmri reynslu af teymi Greenwood er hann tók upp æfinguna.
„Ef það væru ekki vitni hérna myndum við rífa þessa myndavél af þér og skemma hana,“ á einn þeirra sem var í för með Greenwood að hafa sagt við Gubba.
Hann bendir á að æfingin hafi farið fram á stað sem opinn er almenningi.
Gubba lýsir þessu hér að neðan.