Sparspekingurinn og Manchester United goðsögnin Gary Neville telur að Arsenal sé eina liðið sem geti skákað Manchester City í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn á komandi leiktíð.
Arsenal var í hörkubaráttu við City um Englandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð en síðarnefnda liðið hafði að lokum betur og vann sinn þriðja Englandsmeistaratitil í röð.
Neville ræddi spá sína fyrir komandi tímabil í þættinum The Overlap.
„Arsenal hefði ekki getað gert meira til að brúa bilið í Manchester City. Þeir hafa sýnt mikinn vilja með leikmönnunum sem þeir hafa fengið inn,“ sagði Neville, en Declan Rice, Kai Havertz og Jurrien Timber eru mættir til félagsins.
„Þeir verða betri með þeim leikmönnum sem þeir fengu inn. Það sem veldur mér áhyggjum er að þeir eru eina liðið sem ég tel að geti skákað City í baráttunni um titilinn.
Ég held að þeir verði mjög nálægt City en myndi samt spá City titlinum, rétt svo.“
Síðar í þættinum breytti Neville þó um skoðun.
„Ég held að Arsenal vinni deildina og að City verði í öðru. Ef ég þyrfti að leggja líf mitt að veði myndi ég segja City en ég ætla bara að segja Arsenal.“