Cristiano Ronaldo er búinn að skora í þremur leikjum úi röð fyrir lið Al-Nassr í Sádí Arabíu.
Hann lék með liðinu í dag gegn Raja Casablanca frá Marokkó en um var að ræða leik í 8-liða úrslitum í bikarkeppni í Afríku.
Al-Nassr vann góðan 3-1 sigur í þessari viðureign en hann skoraði fyrsta markið á 19. mínútu.
Lið frá Írak verður næsti andstæðingur Al-Nassr en liðið spilar þar á móti Al-Shorta eftir tvo daga.
Ronaldo er markahæsti leikmaður keppninnar sem og fyrrum liðsfélagi hans Karim Benzema sem hefur einnig skorað þrjú mörk.