Framherjinn Dusan Vlahovic virðist ætla að eyðileggja allt fyrir Romelu Lukaku sem vill ekkert meira en að komast til Juventus í sumar.
Lukaku er að bíða eftir að geta yfirgefið Chelsea og skrifað undir endanlegan samning við Juventus.
Chelsea vill hins vegar fá Vlahovic í skiptum fyrir Belgann en samkvæmt La Gazzetta dello Sport hefur sá fyrrnefndi engan áhuga.
Vlahovic vill halda sig hjá Juventus og hefur lítinn sem engan áhuga á að færa sig til Englands.
Vlahovic hefur skorað 23 mörk í 63 leikjum fyrir Juventus og kostaði 58 milljónir punda frá Fiorentina í byrjun 2022.
Ef Vlahovic hafnar því að ganga í raðir Chelsea eru afskaplega litlar líkur á að Lukaku endi hjá Juventus.