Harry Winks hefur greint frá því að hann hafi ekki rætt við stjóra Tottenham, Ange Postecoglou, fyrir brottför í sumar.
Winks skrifaði undir endanlegan samning við Leicester í næst efstu deild Englands og kostar félagið 10 milljónir punda.
Postecoglou tók við Tottenham í sumar en hann fékk engin skilaboð frá Winks sem var nú þegar búinn að ná samkomulagi við Leicester.
,,Það mikilvægasta fyrir mig var að finna fyrir mikilvægi aftur. Leicester var skýrt alveg frá byrjun um að ég yrði lykilmaður í liðinu,“ sagði Winks.
,,Stjórinn bað persónulega um að fá mig til félagsins og að fá boð frá þessu risafélagi var rosalegt.“
,,Ég hef verið hjá Tottenham síðan ég var fimm ára gamall en undanfarin ár hef ég ekki spilað eins mikið og leikstíll þjálfarana hefur ekki hentað mér.“
,,Ég talaði aldrei við Ange. Þetta var búið og gert áður en hann mætti til starfa. Við vorum öll sammála um að koma þessu í gegn sem fyrst.“