Jermaine Pennant, fyrrum stjarna Liverpool og Arsenal, hefur tekið þátt í tveimur raunveruleikaþáttum á Englandi.
Um var að ræða þættina Celebrity Big Brother sem og Celebs Go Dating sem kostaði hann að lokum hjónaband sitt. Pennant var áður giftur Alice Goodwin í níu ár.
Pennant sást reyna við konu að nafni Chloe Ayling í Big Brother á sínum tíma, eitthvað sem eiginkona hans á þeim tíma var alls ekki sátt við.
Pennant sást aldrei nefna við Chloe að hann væri giftur maður en stjarnan segir að það sé ekki honum sjálfum að kenna.
Pennant og Chloe tóku bæði þátt í Celebs Go Dating til að reyna að bjarga hjónabandinu ári seinna en það gekk að lokum ekki upp.
,,Ég hafði ekki hugmynd um hvað var í gangi þegar ég tók þátt í Celebrity Big Brother. Hvernig þeir klippa myndefnið, það gerir þetta 100 sinnum verra,“ sagði Pennant.
,,Þeir eru að sýna fimm mínútur af 24 klukkutímum. Það komu tímar þar sem ég ræddi ekki einu sinni við konu.“
,,Ég hvet knattspyrnumenn til að halda sig frá raunveruleikaþáttum. Það kemur ekkert gott úr þessu, þetta snýst allt um dramatíkina, þeim er alveg sama hvort þú kemur út vel eða illa. Þetta snýst um að skemmta fólki.“
,,Ég myndi ekki hvetja einn einasta mann til að taka þátt í þessu, ekkert gott getur mögulega gerst.“