Það kom varnarmanninum Trent Alexander-Arnold skemmtilega á óvart er hann var gerður að varaliða félagsins í sumar.
Jurgen Klopp, stjóri liðsins, tók þá ákvörðun og lét enska landsliðsmanninn vita á miðri æfingu liðsins.
Virgil van Dijk er nýr fyrirliði liðsins en Trent verður til vara eftir að Jordan Henderson kvaddi og hélt til Sádí Arabíu.
Trent bjóst sjálfur ekki við hlutverkinu en hann hélt að Klopp væri með þrumuræðu tilbúna vegna frammistöðu hans á æfingasvæðinu.
,,Fyrst hélt ég að hann ætlaði að bauna á mig fyrir að gefa boltann frá mér of oft. Þetta kom skemmtilega á óvart,“ sagði Trent.
,,Ég var svo sannarlega ekki að búast við þessu. Ég hélt að það yrði umræðuefnið á þessum tímapunkti sem varð ekki raunin. Þetta var sérstök stund, stund sem ég mun ávallt muna eftir.“