Bayern Munchen hefur lagt fram meira en 100 milljóna evra tilboð í Harry Kane. Þetta kemur fram í helstu miðlum.
Kane á aðeins ár eftir af samningi sínum og hefur Bayern reynt við hann í sumar en án árangurs.
Tilboðið í dag er það síðasta sem Bayern mun bjóða í Kane. Þýska félagið gefur Tottenham til miðnætts til að svara, annars mun félagið snúa sér að öðrum skotmörkum.
Það er talið að Kane vilji fá framtíð sína á hreint áður en nýtt tímabil í enska boltanum hefst, ella vilji hann klára komandi tímabil með Tottenham.
Kane hefur einnig verið orðaður við Paris Saint-Germain og Manchester United í sumar en ljóst er að hann fer ekki þangað úr þessu.
Samþykki Tottenham tilboð Bayern verður Kane dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Nú er það Lucas Hernandez sem kom á 80 milljónir evra frá Atletico Madrid 2019.