Vængmaðurinn Khvicha Kvaratshkelia er orðinn vel þreyttur á að vera orðaður við lið Arsenal á Englandi.
Frá þessu greina ítalskir miðlar en Kvaratshkelia hefur verið orðaður við enska stórliðið í sumar.
Um er að ræða aðeins 22 ára gamlan leikmann sem var einn sá besti í Evrópu síðasta vetur.
Georgíumaðurinn skoraði 14 mörk og lagði upp önnur 17 í 43 leikjum er Napoli vann ítölsku deildina.
Samkvæmt II Mattino hefur Kvaratshkelia nákvæmlega engan áhuga á að semja við Arsenal og fara sögusagnirnar í taugarnar á honum.
Newcastle er einnig sagt skoða leikmanninn en hann hefur aðeins áhuga á að spila fyrir Napoli í vetur.