Ónefnt félag í Sádi-Arabíu er klárt í að stela Moises Caicedo fyrir framan nefið á Chelsea. Sky Sports segir frá.
Miðjumaðurinn er á mála hjá Brighton en þar eru menn harðir í horn að taka í samningsviðræðum.
Chelsea hefur verið á eftir Caicedo í allt sumar. Síðasta tilboð félagsins hljóðaði upp á 80 milljónir punda en því var hafnað af Brighton sem vill nær 100 milljón punda.
Félagið sem um ræðir í Sádí hefur ekki lagt fram formlegt tilboð en hefur hins vegar látið Brighton vita að það sé til í að bæta tilboð Chelsea.
Styrkir þetta aðeins Brighton í viðræðunum við Lundúnafélagið.
Sjálfur vill Caicedo komast til Chelsea.