fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Marta var að spila sinn síðasta leik á heimsmeistaramóti

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. ágúst 2023 15:00

Marta. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíska goðsögnin Marta hefur spilað sinn síðasta leik á heimsmeistaramóti. Þetta varð ljóst í dag.

Brasilía féll óvænt úr leik strax í riðlakeppninni á mótinu sem nú stendur yfir. Þetta varð ljóst með markalaustu jafntefli gegn Jamaíka í dag. Síðarnefnda liðið fylgir Frökkum upp úr riðlinum.

Þetta er í fyrsta sinn sem Brasilía fer ekki upp úr riðlinum síðan 1995.

Marta, sem er orðin 37 ára gömul, var að taka þátt í sínu sjötta heimsmeistaramóti. Þetta var þó jafnframt hennar síðasta. Lauk því fyrr en búist var við og viðurkenndi Marta eftir leik að þetta væru mikil vonbrigði. Fyrir mótið hafði hún greint frá því að þetta HM yrði hennar síðasta.

Hún lék á sínu fyrsta heimsmeistaramóti 2003, aðeins 17 ára gömul.

Marta var lengi talin ein besta, ef ekki sú besta, í heimi.

Marta hefur ekki lagt skóna á hilluna alfarið en hún spilar með Orlando Pride í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Biðja fólk um að virða einkalíf hans eftir mikið áreiti: Mynd af syninum gerði marga reiða – Tveir myrtir í borginni fyrir 25 árum

Biðja fólk um að virða einkalíf hans eftir mikið áreiti: Mynd af syninum gerði marga reiða – Tveir myrtir í borginni fyrir 25 árum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Salah opnar sig um hvað átti sér stað – ,,Ég er ekki að ráðast á Liverpool en veit hvernig þeir hafa komið fram við leikmenn“

Salah opnar sig um hvað átti sér stað – ,,Ég er ekki að ráðast á Liverpool en veit hvernig þeir hafa komið fram við leikmenn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Salah biðlar til stuðningsmanna Liverpool – Ósáttur með framkomuna undanfarið

Salah biðlar til stuðningsmanna Liverpool – Ósáttur með framkomuna undanfarið
433Sport
Í gær

Amorim með sleggju – Segist vita hvað þarf að laga í sumar

Amorim með sleggju – Segist vita hvað þarf að laga í sumar
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Þorkell Máni fer á kostum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Þorkell Máni fer á kostum