Lið KR fékk skell í Bestu deild karla er liðið tók á móti grönnum sínum í Val á Meistaravöllum.
Gengi KR hefur ekki verið nógu gott í sumar og gestirnir í rauðu komu, sáu og sigruðu í Vesturbænum í kvöld.
Valsmenn gerðu sér lítið fyrir og unnu 4-0 útisigur og eru nú sex stigum á erftir toppliði Víkings.
Í hinum leik kvöldsins voru fimm mörk skoruið en botnlið Keflavíkur tók á móti FH.
Það var FH sem vann sigur að þessu sinni en Björn Daníel Sverrisson gerði tvennu í leik sem lauk, 2-3.
KR 0 – 4 Valur
0-1 Orri Hrafn Kjartansson(’32)
0-2 Tryggvi Hrafn Haraldsson(’45)
0-3 Patrick Pedersen(’52)
0-4 Sigurður Egill Lárusson(’56)
Keflavík 2 – 3 FH
0-1 Björn Daníel Sverrisson(‘7)
0-2 Úlfur Ágúst Björnsson(’43)
1-2 Stefan Ljubicic(’61)
2-2 Sami Kamel(’84)
2-3 Björn Daníel Sverrisson(’86)