Lionel Messi var ástæðan fyrir því að David Beckham ákvað að leggja skóna á hilluna fyrir tíu árum síðan.
Beckham segir sjálfur frá þessu en hann lék með Paris Saint-Germain gegn Barcelona í Meistaradeildinni árið 2013.
Messi var upp á sitt besta á þessum tíma en hann og Beckham vinna nú saman hjá Inter Miami sem er í eigu þess síðarnefnda.
Beckham áttaði sig á hversu erfið íþróttin væri orðin eftir að hafa mætt Messi sem var eldfljótur, annað en sá enski á þessum tíma.
,,Ég ákvað að hætta þegar ég sá Messi hlaupa framhjá mér,“ sagði Beckham.
,,Við vorum yfir í leiknum, Messi kom inná sem varamaður og skoraði. Þrátt fyrir minn aldur þá naut ég þess að spila báða leikina og við gerðum hluti sem við getum verið stoltir af.“