fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Stórtíðindi gærdagsins af Helga komu lítið á óvart – „Segir kannski mikið um týpuna sem hann hefur að geyma“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 1. ágúst 2023 07:00

Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Sigurðsson lét í gær af störfum sem þjálfari karlaliðs Grindavíkur eftir dapurt gengi undanfarið. Málið var tekið fyrir í hlaðvarpsþætti Lengjudeildarinnar hér á 433.is.

Margir spáðu Grindvíkingum toppsætinu í Lengjudeild karla fyrir tímabil en gengið hefur verið arfaslakt. Eftir fína byrjun á tímabilinu er liðið nú í tíunda sæti, 4 stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Helgi er nú hættur sem þjálfari Grindavíkur og sagði formaður félagsins, Haukur Guðberg Einarsson, í samtali við 433.is að ákvörðunin hafi verið tekin af frumkvæði Helga.

„Hann hefur hallast að því að hann gæti ekki náð meira út úr þessu liði og að þetta væri bara búið,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur 433.is um Lengjudeildina, í þættinum.

„Það var lítið að frétta fram á við og varnarlega voru þeir orðnir töluvert slakari en í byrjun móts. Ég held það sé best fyrir alla að finna nýjan þjálfara sem getur blásið lífi í þetta.“

Hrafnkell hrósar Helga fyrir að taka ákvörðunina sjálfur.

„Það er vel gert hjá Helga og segir kannski mikið um týpuna sem hann hefur að geyma. Hann hefur verið sanngjarn í öllum viðtölum, aldrei verið eitthvað trylltur eða misst hausinn.“

Hrafnkell var svo spurður út í það hvern hann sæji taka við sem þjálfari Grindavíkur.

„Sigurður Heiðar Höskuldsson (aðstoðarþjálfari Vals) með alvöru budget gæti gert góða hluti. Ég held það væri góð ráðning fyrir næsta tímabil til lengri tíma, að fá hann inn í fullt starf.

Óli Jó og Gústi Gylfa gætu komið inn í þetta núna og blásið lífi í þetta restina af mótinu.“ 

Verði nýr þjálfari ekki fundinn fyrir næsta leik Grindavíkur gegn gegn Vestra á miðvikudag verður Milan Stefán Jankovic aðalþjálfari í þeim leik.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á hlaðvarpsþjónustu Apple eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum