fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Klippa af nýjustu stjörnu United hrauna yfir Maguire fer eins og eldur í sinu um heiminn – Fær það óþvegið af fyrrum knattspyrnumanni fyrir atvikið

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 31. júlí 2023 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tapaði fyrir Borussia Dortmund í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt. Klippa af Andre Onana og Harry Maguire er þó það sem flestir eru að ræða eftir leik.

Leiknum lauk 3-2 fyrir Dortmund og skoruðu Diogo Dalot og Antony mörk United. Donyell Malen skoraði tvö mörk fyrir Dortmund en Youssoufa Moukoko eitt.

Harry Maguire var í byrjunarliði United og spilaði fyrsta klukkutímann en í stöðunni 2-1 fyrir Dortmund var Andre Onana, nýr markvörður United sem kom frá Inter í sumar, allt annað en sáttur við varnarleik hans þegar Dortmund komst í færi.

Óhætt er að segja að Onana hafi hraunað yfir Maguire, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.

Maguire hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Hann er langt því frá vinsælasti leikmaður United á meðal stuðningsmanna og var fyrirliðabandið tekið af honum nýlega.

Fyrrum framherjinn Gabby Agbonlahor tók þó upp hanskann fyrir Maguire á Talksport.

„Harry Maguire gerði ekkert rangt. Hann sendi boltann á miðjumann sem gaf hann frá sér. Hann er auðvelt skotmark og mér líkar ekki við þetta frá Onana. Myndi hann gera þetta við Martinez eða Rashford?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir Manchester United að selja strax – ,,Hann er hörmulegur“

Segir Manchester United að selja strax – ,,Hann er hörmulegur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Chelsea fær 25 milljónir punda fyrir markvörð

Chelsea fær 25 milljónir punda fyrir markvörð
433Sport
Í gær

Hundfúll eftir að liðinu var sparkað úr Evrópudeildinni – ,,Vondur dagur fyrir fótbolta“

Hundfúll eftir að liðinu var sparkað úr Evrópudeildinni – ,,Vondur dagur fyrir fótbolta“
433Sport
Í gær

Jota sá síðasti til að klæðast treyju númer 20 hjá Liverpool

Jota sá síðasti til að klæðast treyju númer 20 hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Skaut hressilega á sitt fyrrum félag eftir að hafa krotað undir í Sádi

Skaut hressilega á sitt fyrrum félag eftir að hafa krotað undir í Sádi
433Sport
Í gær

Virðist vera staðráðinn í að vera áfram og hafnar öðru tilboði

Virðist vera staðráðinn í að vera áfram og hafnar öðru tilboði