fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Mörgum áhorfendum brugðið er þeir horfðu á ríkissjónvarpið – „Að sýna fullorðna menn biðja unga konu um að koma við sig er lágkúrulegt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 31. júlí 2023 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir eru hneykslaðir eftir að hafa horft á markalaust jafntefli Sviss og Nýja-Sjálands á HM í gær.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli en það sem er mikið fjallað um eftir leik er þegar myndavélarnar beindust að manni með skilti sem margir telja óviðeigandi.

Enskir miðlar fjalla um þetta en leikurinn var sýndur á BBC þar í landi. Segir í fréttum að mörgum hafi ekki staðið á sama þegar maður með skilti sem á stóð: „Alishia Lehmann, áritaðu magann á mér svo ég sjáist í sjónvarpinu.“

Lehmann er landsliðskona Sviss og ein vinsælasta knattspyrnukona heims, ekki síður utan vallar þar sem hún er ansi stór á samfélagsmiðlum.

Sjónvarpsframleiðendur hafa verið mikið gagnrýndir í kjölfarið á þessu.

„Gerið svo vel að sýna ekki frá svona,“ skrifaði einn.

„Að sýna fullorðna menn biðja unga konu um að koma við sig er lágkúrulegt,“ skrifaði annar á samfélagsmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fékk slæmar fréttir eftir að hafa sigrast á krabbameini í annað sinn

Fékk slæmar fréttir eftir að hafa sigrast á krabbameini í annað sinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Í gær

Guardiola mætti á eftirsótta tónleika og hitti son söngvarans

Guardiola mætti á eftirsótta tónleika og hitti son söngvarans
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli