Franska stórstjarnan hefur átt í stríði við PSG í allt sumar, allt frá því að hann tilkynnti einmitt um það að hann hyggðist ekki virkja áðurnefnda klásúlu þrátt fyrir að bera engin skylda til að gera það á þeim tímapunkti. Þetta gerði æðstu menn hjá Parísarfélaginu æfa úr reiði.
Núgildandi samningur Mbappe, sem hann skrifaði undir í fyrra, rennur út eftir aðeins ár, að því gefnu að kappinn virki ekki klásúluna.
PSG vill því selja hann í sumar frekar en að missa hann frítt á næsta ári, en það er einmitt það sem Mbappe hefur í hyggju. Telur PSG að hann sé þegar búinn að ná samkomulag við Real Madrid fyrir næsta ár.
Franska félagið sættir sig ekki við það en er í erfiðri stöðu vegna samnings Mbappe.
Á dögunum samþykkti PSG tilboð Al Hilal í Mbappe en hann hefur engan áhuga á að fara þangað. Undanfarið hefur hann þá óvænt verið orðaður við Liverpool.
Það er allavega ljóst að það myndi breyta öllu og bæta stöðu PSG til muna ef Mbappe virkjar klásúluna fyrir kvöldið. Sem fyrr segir er það þó ólíklegt.
Í ofanálag á Mbappe að fá 60 milljóna evra tryggðarbónusgreiðslu, greidda í skömmtum, á þriðjudag ef hann verður enn leikmaður félagsins.
Kylian Mbappé has until midnight Monday to trigger his option to extend his PSG contract by one year to the summer of 2025. PSG are 99.99% sure he will not take up the option. Mbappé is due €60 million loyalty bonus (in instalments) if he's still a PSG player on Tuesday. He was…
— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) July 30, 2023