Lautaro Martinez, leikmaður Inter Milan, er vonsvikinn með fyrrum félaga sinn Romelu Lukaku.
Lukaku og Martinez þekkjast vel en Inter reyndi ítrekað að fá Lukaku aftur í sínar raðir frá Chelsea í sumar.
Það var þangað til Lukaku ákvað að ræða við Juventus og það fór illa í stjórn Inter sem dró sig úr kapphlaupinu.
Sagan endalausa er enn ólokið en Martinez segir að Lukaku hafi hundsað hans símtöl eftir að fréttirnar birtust.
,,Ég var mjög vonsvikinn, það er sannleikurinn. Ég reyndi að hringja í hann á meðan þetta stóð yfir en hann svaraði aldrei,“ sagði Martinez.
,,Eftir svo mörg ár saman og það sem við höfum gengið í gegnum þá var ég svekktur. Þetta er hans ákvörðun og ég óska honum alls hins besta. Ég bjóst hins vegar ekki við þessari framkomu.“