fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Telur að þessi verði fyrstur til að fá sparkið í ensku úrvalsdeildinni – ,,Fyrsta nafnið sem kemur til huga“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 30. júlí 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Louis Saha, fyrrum leikmaður Manchester United og Everton, hefur nefnt þann stjóra sem hann telur líklegastan til að fá sparkið fyrstur í ensku úrvalsdeildinni.

Tvær vikur eru í að enska deildin hefjist að nýju en Saha hefur ekki of mikla trú á Ástralanum Ange Postecoglou.

Postecoglou var ráðinn stjóri Tottenham í sumar en hann hafði fyrir það náð góðum árangri með Celtic.

Saha telur að Ástralinn sé að labba inn í erfitt starf þar sem framtíð aðalmanns liðsins, Harry Kane, er í mikilli óvissu.

,,Það er erfitt að svara þessari spurningu. Starfið hjá Tottenham er erfitt og við höfum séð marga toppstjóra lenda í vandræðum þar,“ sagði Saha.

,,Ef liðið byrjar ekki vel undir Postecoglou þá tel ég að hann verði fljótt undir pressu. Staðan með Harry Kane er enn óljós og spurningamerkin eru mörg. Hann er fyrsta nafnið sem kemur til huga til að fá sparkið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Til í að bjóða Diaz fimm ára samning

Til í að bjóða Diaz fimm ára samning
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Allt í rugli hjá Beckham fjölskyldunni – Búinn að ‘blokka’ bræður sína á samskiptamiðlum

Allt í rugli hjá Beckham fjölskyldunni – Búinn að ‘blokka’ bræður sína á samskiptamiðlum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gyokores sagður hafa opnað dyrnar fyrir Manchester United

Gyokores sagður hafa opnað dyrnar fyrir Manchester United
433Sport
Í gær

Segir Manchester United að selja strax – ,,Hann er hörmulegur“

Segir Manchester United að selja strax – ,,Hann er hörmulegur“
433Sport
Í gær

Jota sá síðasti til að klæðast treyju númer 20 hjá Liverpool

Jota sá síðasti til að klæðast treyju númer 20 hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Guardiola mætti á eftirsótta tónleika og hitti son söngvarans

Guardiola mætti á eftirsótta tónleika og hitti son söngvarans
433Sport
Í gær

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref
433Sport
Í gær

Aubameyang snýr líklega aftur

Aubameyang snýr líklega aftur