Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, hefur nefnt sjö leikmenn sem þurfa að sanna sig á komandi tímabili.
Einn af þeim er Mason Mount sem kom frá Chelsea í sumarglugganum fyrir 60 milljónir punda.
Fernandes nefnir einnig sjálfan sig en hann þótti vera einn besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð og stóð sig vel.
,,Hann hefur eitthvað að sanna, alveg eins og aðrir leikmenn sem eru hérna,“ sagði Fernandes.
,,Ég hef eitthvað að sanna og það sama má segja um Lisandro Martinez, Casemiro, Raphael Varane, Andre Onana, Harry Maguire og Victor Lindelof.“
,,Þetta snýst ekki um Mason, hann þarf ekki að sanna meira en aðrir. Hann er hjá stóru félagi og veit við hverju er búist.“