fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Vinur Alli opnar sig um átakanlegt viðtal hans á dögunum – Brotnaði niður er hann ræddi vinskap þeirra

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 28. júlí 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eric Dier ræddi átakanlegt viðtal vinar síns, Dele Alli, við enska fjölmiðla. Hann átti erfitt með áhorfið.

Dier og Alli léku saman með Tottenham og enska landsliðinu og eru góðir vinir. Sá síðarnefndi fór í viðtal við Gary Neville á dögunum þar sem öll spilin voru lögð á borðið.

Hann opnaði sig um að hafa verið kynferðislega misnotaður af vini móður sinnar aðeins sex ára gamall, að hann hafi farið að selja eiturlyf átta ára gamall og einnig að hann hafi orðið háður svefntöflum sem atvinnumaður í knattspyrnu.

„Það var mjög erfitt að horfa á þetta. Tilfinning mín var sú að ég vildi að ég hefði getað gert meira,“ sagði Dier við The Sun á viðburði í Síngapúr.

Dier var ekki meðvitaður um að uppeldi Dier hafi verið svona erfitt. „Ég vissi ekki af þessu.“

Alli minntist á það í viðtalinu að Dier hafi reynst honum traustur vinur og það kemur fram að sá síðarnefndi hafi brotnað niður á þessu stigi viðtalsins.

„Hann hefur líka verið frábær vinur. Þetta er ekki bara í eina átt. Hann hefur gert hluti fyrir mig sem ég met mikils. Ég veit að ég gæti hringt í hann núna og hann myndi koma ef ég þyrfti á honum að halda, þó ég sé í Síngapúr. Svoleiðis vinur er hann bara,“ segir Dier.

Alli er nú snúinn aftur til Everton eftir misheppnaða lánsdvöl hjá Besiktas á síðustu leiktíð. Hann vonast til að koma ferli sínum af stað á ný eftir afar erfiða tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hafa trú á því að Amorim segi af sér

Hafa trú á því að Amorim segi af sér
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Chelsea lagði Fulham og fór á toppinn

England: Chelsea lagði Fulham og fór á toppinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Betri en Konate og myndi henta Liverpool fullkomlega

Betri en Konate og myndi henta Liverpool fullkomlega
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Viðurkennir að Isak geti alls ekki spilað 90 mínútur

Viðurkennir að Isak geti alls ekki spilað 90 mínútur
433Sport
Í gær

Einn út og annar inn hjá Skyttunum

Einn út og annar inn hjá Skyttunum
433Sport
Í gær

Velta því upp hvort Mourinho snúi aftur til Englands – Áhugavert starf gæti orðið laust á næstunni

Velta því upp hvort Mourinho snúi aftur til Englands – Áhugavert starf gæti orðið laust á næstunni
433Sport
Í gær

Vilja losna við Heimsmeistarann frá Sádí Arabíu – Nokkur félög opna samtalið

Vilja losna við Heimsmeistarann frá Sádí Arabíu – Nokkur félög opna samtalið
433Sport
Í gær

Þetta eru erfiðustu og auðveldustu leikirnir sem liðin fá í Meistaradeildinni

Þetta eru erfiðustu og auðveldustu leikirnir sem liðin fá í Meistaradeildinni