David de Gea, fyrrum markmaður Manchester United, gæti nú verið að taka óvænt skref á sínum ferli.
De Gea er nú sagður vera á leið til Bayern Munchen en hann er samningslaus eftir að hafa yfirgefið Manchester.
Bild segir að Bayern sé búið að hafa samband við De Gea og skoðar þann möguleika á að semja við Spánverjann.
Manuel Neuer verður númer eitt hjá Bayern næsta vetur en De Gea gæti reynst heldur betur góð varaskeifa.
Það er þó ekki víst hvort De Gea sé tilbúinn að sitja á bekknum en orðrómarnir um skipti til Bayern fara hækkandi.