Youri Tielemans spilaði sinn fyrsta leik fyrir Aston Villa um helgina eftir skipti sín frá Leicester í sumar.
Villa mætti þá Newcastle í æfingaleik í Bandaríkjunum.
Leiknum lauk 3-3 og spilaði Tielemans síðasta hálftímann eða svo.
Tielemans var með myndavél og hljóðnema á sér í leiknum og nú hefur verið birt myndband sem sýnir frá hans sjónarhorni í leiknum.
Afar áhugaverð nýjung sem margir kalla nú eftir að sjá meira af.
Myndbandið má sjá hér að neðan.
This is amazing insight! 🤩
Watch Youri Tielemans' @AVFCOfficial debut from his point of view…#PLSummerSeries pic.twitter.com/rXzFv7kXjm
— Premier League (@premierleague) July 26, 2023