Stuðningsmenn Manchester United velta því nú fyrir sér hvað síðasta færsla Eric Bailly átti að þýða.
Bailly gæti vel verið á förum frá Man Utd í sumar en hann er ekki inni í myndinni hjá Erik ten Hag, stjóra liðsins.
Varnarmaðurinn birti mynd af sér fyrir utan æfingasvæði Man Utd og skrifaði einfaldlega ‘búinn.’
Fólk veltir því fyrir sér hvort Bailly sé að tala um æfinguna sjálfa eða hvort hann sé að kveðja fyrir fullt og allt.
Skoðanir fólks eru mjög mismunandfi en Bailly ferðaðist ekki með Man Utd í æfingaferð sumarsins.