James Maddison, leikmaður Tottenham, stal senunni í vikunni er hann þurfti að syngja fyrir framan nýju liðsfélaga sína.
Það er venjan á Englandi að nýir leikmenn taki þeirri áskorun en Maddison kom til Tottenham frá Leicester í sumar.
Tottenham borgar 40 milljónir punda fyrir Maddison sem er enskur landsliðsmaður.
Þar mátti heyra Maddison syngja lagið ‘I’m Yours’ eftir Jason Mraz og tóku liðsfélagar hans vel í sönginn.
Aðdáendur Tottenham og Maddison voru duglegir að hrósa honum á samskiptamiðlum og þykir hann vera með ansi góða rödd.
Dæmi nú hver fyrir sig.
James Maddison Spurs initiation 🤣 [TikTok{pic.twitter.com/mje52N8CXz
— The Spurs Watch (@TheSpursWatch) July 24, 2023