fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Starf Helga Sig ekki í hættu þrátt fyrir dapurt gengi undanfarið

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. júlí 2023 09:29

Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Sigurðsson, þjálfari Grindavíkur, er öruggur með sitt starf þrátt fyrir erfitt gengi undanfarið. Þetta segir Haukur Guðberg Einarsson, formaður félagsins í samtali við 433.is.

Grindavík var af mörgum spáð toppsæti Lengjudeildar karla fyrir tímabil en gengið hefur verið undir væntingum. Nú hefur liðið tapað þremur leikjum í röð og aðeins unnið einn af síðustu níu í deild.

„Hann er okkar þjálfari og við stöndum með honum,“ segir Haukur við 433.is.

Þá segir Haukur einnig að Guðjón Pétur Lýðsson verði um kyrrt hjá Grindavík þrátt fyrir einhverjar sögusagnir um að hann gæti farið annað.

Guðjón Pétur hefur ekki spilað síðustu tvo leiki.

Grindavík situr í áttunda sæti Lengjudeildarinnar, 2 stigum frá umspilssæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Firmino fer til Katar