Sjónvarpskonan Emma Louise Jones, sem fjallar um enska boltann og fleira á BBC, lenti í miður skemmtilegu atviki á dögunum.
Hún var úti að ganga með hundinn sinn þegar maður bað hana um að fá að taka myndir af henni. Auk þess bað maðurinn hana um að gera hluti sem hún kærði sig ekki um að fara út í nánar.
„Það er mjög óþægilegt fyrir konur að lenda í þessu og ég hvet alla sem sjá eitthvað svona til þess að horfa ekki framhjá því,“ skrifar Jones meðal annars á Twitter.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jones verður fyrir áreiti en hún hefur oft greint frá því að hafa lent illa í nettröllum.