Marcel Sabitzer er farinn frá Bayern Munchen og hefur skrifað undir samning við Borussia Dortmund.
Þetta hafa félögin staðfest en Sabitzer var tjáð það í byrjun árs að hann ætti ekki framtíð fyrir sér í Munchen.
Miðjumaðurinn var lánaður til Manchester United í janúar og stóð sig nokkuð vel á Old Trafford.
Talað er um heppnaða lánsdvöl en Man Utd ákvað að kaupa leikmanninn ekki endanlega.
Dortmund hefur nú nýtt sér það og skrifar Sabitzer undir fjögurra ára samning og kostar 16 milljónir punda.