Heung-Min Son, leikmaður Tottenham, hefur tjáð sig um möguleg skipti Harry Kane til Bayern Munchen.
Búist er við að Kane gangi í raðir Bayern í sumar en önnur félög eru þó í myndinni sem og hans lið, Tottenham.
Tottenham vill framlengja samning Kane en hann virðist hafa lítinn sem engan áhuga á því sjálfur.
Son og Kane hafa lengi spilað saman í London en hann er ekki með miklar upplýsingar um stöðu mála.
,,Ég get ekki tjáð mig um lokaákvörðunina því það er ekki búið að taka hana. Harry veit sjálfur ekki neitt,“ sagði Son.
,,Við þurfum bara að bíða. Þetta verður ákvörðun á milli félagsins og Harry og við þurfum að virða hana.“