fbpx
Mánudagur 01.september 2025
433Sport

Theodór Elmar sagður brjálaður yfir ákvörðun Rúnars – Málið minni á fjaðrafokið í kringum Kjartan í fyrra

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. júlí 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður KR, hefur verið á milli tannanna á sparkspekingum undanfarin sólarhringinn eða svo. Leikmaðurinn er sagður ósáttur eftir að hafa verið skellt á bekkinn í síðasta leik.

Það vakti athygli margra að Thedór Elmar byrjaði á bekknum og kom ekki inn á fyrr en í lokin í 1-2 tapi gegn Víkingi R. á sunnudag.

„Hann er allt annað en sáttur og ég heyri að hann vilji bara fara, hann hafi verið brjálaður þegar hann fékk þessar fréttir,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson í þætti Dr. Football í gær.

Kristján Óli Sigurðsson hafði svipaða sögu að segja í Þungavigtinni.

„Hann vill fara,“ sagði hann.

„Dáðasti sonur KR, Kjartan Henry, fór í fyrra og nú vill sá næst dáðasti fara líka.“

Mikael Nikulásson sagði þá í þættinum að svör Rúnars um málið eftir leik hefðu einmitt óneitanlega minnt á svör hans um Kjartan Henry Finnbogason í fyrra, en Kjartan fór auðvitað að lokum ekki í góðu frá KR.

Ekki náðist í Theodór Elmar við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bjartsýni hjá Liverpool að ná að kaupa báða

Bjartsýni hjá Liverpool að ná að kaupa báða
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Donnarumma við það að ganga í raðir City – Á leið í læknisskoðun í heimalandinu

Donnarumma við það að ganga í raðir City – Á leið í læknisskoðun í heimalandinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Schmeichel hraunar yfir Arsenal og Arteta – Hefur aldrei haldið meira með liði en Liverpool í dag

Schmeichel hraunar yfir Arsenal og Arteta – Hefur aldrei haldið meira með liði en Liverpool í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Fengu skell á heimavelli og hafa enn ekki skorað eftir þrjár umferðir

England: Fengu skell á heimavelli og hafa enn ekki skorað eftir þrjár umferðir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Ótrúleg endurkoma Stjörnunnar – Sigurmark á 98. mínútu

Besta deildin: Ótrúleg endurkoma Stjörnunnar – Sigurmark á 98. mínútu
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Liverpool og Arsenal – Merino byrjar fyrir Odegaard

Byrjunarlið Liverpool og Arsenal – Merino byrjar fyrir Odegaard
433Sport
Í gær

Allt bendir til þess að United verði án lykilmanns í stórleikjunum

Allt bendir til þess að United verði án lykilmanns í stórleikjunum