Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks er í þeirri skrýtnu stöðu að þurfa að mæta syni sínum í undankeppni Meistaradeildar Evrópu annað kvöld.
Breiðablik og FC Kaupmannahöfn mætast í 2. umferð og fer fyrri leikurinn fram á Kópavogsvelli á morgun.
Hinn 18 ára gamli Orri Steinn Óskarsson er á mála hjá FCK.
„Það er engin draumastaða að vera að plotta um það hvernig þú stoppar son þinn. Þetta er því miður bara hluti af þessu umhverfi,“ segir Óskar við 433.is.
„Ég sá þetta ekki alveg fyrir þegar ég var að þjálfa hann í 4. flokki Gróttu fyrir nokkrum árum en svona er þessi fótbolti.
Það verður gaman að fá hann heim, við sjáumst ekkert of oft.“
Óskar fer ítarlega yfir verkefnið sem framundan er í spilaranum hér að neðan.