fbpx
Laugardagur 06.september 2025
433Sport

Palace gæti misst annan lykilmann – Chelsea leggur fram tilboð

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. júlí 2023 10:30

Michael Olise. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea hefur lagt fram tilboð í Michael Olise, leikmann Crystal Palace.

Hinn 21 árs gamli Olise heillaði með Palace á síðustu leiktíð, skoraði tvö mörk og lagði upp ellefu í ensku úrvalsdeildinni.

Það hefur vakið athygli stærri liða og auk Chelsea eru Manchester City og Paris Saint-Germain sögð fylgjast með kappanum.

Nú hefur Chelsea hins vegar lagt fram 39 milljóna punda tilboð í leikmanninn.

Olise er sagður hafa þegar samþykkt gott samningstilboð Chelsea til sín og þurfa félögin því aðeins að ná saman.

Olise, sem getur spilað úti á kanti og framarlega á miðju, lék bæði með City og Chelsea í yngri liðum.

Palace hefur í sumar misst stjörnu sína Wilfried Zaha og nú gæti annar leikmaður verið á förum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þolinmóðir Íslendingar komust yfir – Sjáðu markið

Þolinmóðir Íslendingar komust yfir – Sjáðu markið
433Sport
Í gær

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun
433Sport
Í gær

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“