Eins og margir hafa séð þá var Lionel Messi hetjan fyrir Inter Miami gegn Cruz Azul á föstudagsnótt.
Messi skoraði sigurmark Miami í 2-1 sigri en hann kom inná sem varamaður og gerði sigurmarkið úr aukaspyrnu í uppbótartíma.
David Beckham, eigandi Miami, sást tárast í stúkunni eftir mark Messi sem var afskaplega fallegt.
Vinkonurnar og stórstjörnurnar Serena Williams og Kim Kardashian voru einnig í stúkunni og sáu markið.
Serena öskraði einfaldlega ‘Vá!’ og náðist það á upptöku en Kim virtist ekki alveg átta sig á því hvað væri í gangi sem margir höfðu gaman að.
Myndband af þessu má sjá hér.
The reaction of Kim Kardashian, Selena Williams, Beckham and his family to Messi Free-Kick 😍
— Zack💚FastGoals (@GoalsZack) July 22, 2023