David De Gea hafnaði því að vera arftaki Andre Onana hjá Inter samkvæmt fréttum á Englandi sem tók við starfi De Gea hjá Manchester United í dag.
United ákvað að láta De Gea fara frítt í sumar og festi kaup á Onana frá Inter í dag.
Inter bauð De Gea um 4,3 milljónir punda í árslaun en það er eitthvað sem Spánverjinn sættir sig ekki við.
Yann Sommer markvörður Bayern er næsta nafn á blaði Inter en De Gea hefur átt í samtali við félög í Sádí ARabíu.
De Gea er þó sagður spenntastur fyrir því að fara heim til Spánar þar sem eiginkona hans og barn hafa alltaf búið.