fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Fimm stór vandamál sem eru á borðinu hjá Ten Hag rétt fyrir tímabilið

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 20. júlí 2023 15:15

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ýmis vandamál sem blasa við Erik ten Hag stjóra Manchester United þessa dagana þegar minna en mánuðir eru í fyrsta leik í ensku deildina.

Söluferli félagsins hefur ekki gengið eins og búist var við og er óvissan vegna þess gríðarleg.

Liðinu sárvantar markaskorara og á Mason Greenwood en það er algjörlega óvíst hvort félagið vilji yfir höfuð spila honum.

Hér að neðan eru fimm vandamál stjórans í aðdraganda tímabilsins.

Hver skorar mörkin?

Marcus Rashford var duglegur að skora á síðustu leiktíð en aðrir komu með minna á borðið. Liðið eltist við Rasmus Hojlund tvítugan framherja Atalanta sem hefur ekki beint raðað inn mörkum á ferli sínum.

Ljóst er að helsti hausverkur Ten Hag verður að finna framherja sem hægt er að bóka að skorar mörk.

Nýr fyrirliði

Bruno Fernandes tekur við bandinu af Harry Maguire, Ten Hag ákvað að svipta Maguire bandinu og hefur valið Bruno. Þetta ætti ekki að vera vandamál en Maguire og staða hans hjá félaginu er slæmt eftir þessa ákvörðun.

Getty Images

Yfirtakan:

Þeir aðilar sem hafa reynt að kaupa Manchester United undanfarna mánuði eru farnir að óttast að Glazer fjölskyldan ætli ekki að selja félagið. Söluferlið var sett af stað í nóvember en Sheik Jassim frá Katar og Sir Jim Ratcliffe hafa síðan þá barist um félagið.

Síðustu tilboð þeirra í félagið komu í maí og áttu flestir von á því að snemma í júní færi málið að skýrast. Jassim og Ratcliffe hafa hins vegar ekkert heyrt frá Glazer fjölskyldunni og eru báðir aðilar farnir að hallast að því að félagið verði ekki selt.

Ljóst er að ef félagið yrði selt þá munu nýir eigendur aldrei getað klárað kaupin fyrir lok ágúst þegar félagaskiptaglugginn lokar.

Hvað gerist með Mason Greenwood?

Manchester United á einn öflugan sóknarmann en staða hans er í óvissu, Greenwood hefur hvorki æft né spilað með félaginu í 18 mánuði. Greenwood var handtekinn vegna gruns um nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi. Hann er hins vegar frjáls ferða sinna í dag en óvíst er hvort United vilji spila honum.

Getty Images

Er hann með hópinn og stílinn?

Ljóst er að leikstíll United breytist talsvert með komu Andre Onana sem vill spila frá markinu og er til í að taka hinar ýmsu áhættur til að halda boltanum. Þetta var ekki hjá David de Gea.

Erik ten Hag vill halda boltanum og spilar sóknarbolta en óvíst er hvort United sé komið með leikmannahóp í slíkt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stórt nafn til nýliðanna

Stórt nafn til nýliðanna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er orðinn Sir David Beckham

Er orðinn Sir David Beckham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik
433Sport
Í gær

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik

Xhaka græjaði stig fyrir nýliðana í fjörugum leik
433Sport
Í gær

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“

Skrifar fallega færslu um pabba sinn eftir að hann opnaði sig fyrir helgi – „Þú ert fyrirmynd og besti faðir sem hægt er að eiga“